Hvað er betra en að setjast niður á kósí stað með skemmtilegu fólki? Hjá okkur getur þú sest niður og kastað mæðinni. Þú getur kíkt á netið, horft á reiðhjóla- og mótorsport á flatskjá, spjallað um hjól eða hvað sem er við gesti og gangandi, heilsað upp á nágranna þína nú eða kynnst alveg nýju fólki.
Svo ekki sé nú talað um heitan kaffibolla, eitthvað gott að borða eða glundur í glasi.