Í sátt og samlyndi við aðra gesti eru reiðhjól af öllum stærðum og gerðum velkomin í Bike Cave til sjálfsþjónustu.

Í því felst að við leigjum þér verkfærin og aðstöðuna og þú gerir við sjálfur.

Á gólfinu er reiðhjólastandur og fullbúin verkfærakista.

Slöngur og bætur fyrir reiðhjólafólk í einhverju úrvali.

Sérmenntaður reiðhjólaviðgerðarmaður starfar með okkur. Hann starfar undir heitinu Hjólhestur á Facebook, heitir Jacek og hefur síma 788-7616.