Verkstæðisaðstaða

Í sátt og samlyndi við aðra gesti eru hjól af öllum stærðum og gerðum velkomin í Bike Cave til sjálfsþjónustu.

Í því felst að við leigjum þér verkfærin og aðstöðuna og þú gerir við sjálfur.

Á gólfinu er reiðhjólastandur, bifhjólalyfta, fullbúin verkfærakista, dekkjavél og jafnvægisstillingarvél.

Slöngur og bætur fyrir reiðhjólafólk í einhverju úrvali.

Tökum að okkur eina og eina umfelgun á bílum og dekkjaviðgerðir.

Auðvitað er hægt að fá aðstoð starfsfólks og jafnvel gesta þegar vantar auka hendur.

Gjald á hvern klukkutíma fyrir mótorhjól 2.500 krónur, reiðhjól 1.000 krónur. Ef þú þarft lengri viðveru endurskoðum við auðvitað verðið út frá því. Sérstök gjaldskrá verður fyrir dekkjavél og balanseringavél – þar verður markmið okkar að stilla verðinu í hóf.

Miðað er við að hjólin séu komin út fyrir lokun staðarins að kvöldi.