Hjól

Hjólafólki fjölgar stöðugt og við erum svo ljónheppin að vera í miðri hjólabrautinni sem liðast eins og snákur í gegnum Reykjavíkurborg. Nú er aldeilis áningastaðurinn kominn fyrir þá sem hjóla og hjá okkur er gott að setjast niður og njóta þess sem Bike Cave býður upp á.
Þegar ekki viðrar til hjólatúra höfum við samt opið enda er alltaf gaman að vera saman.

Næring

Við bjóðum upp á veitingar af matseðli  og þar kennir ýmissa grasa. Við höfum einnig ferska ávexti til að grípa í, eðalkaffi, orku-allskonar, sælgæti, gos, léttvín og bjór.

Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, hvort sem menn eru vélvæddir eða á eigin orku, á skemmtiskokki, í göngutúr eða bara svangir og þyrstir.

Samvera

Hvað er betra en að setjast niður á kósí stað með skemmtilegu fólki? Hjá okkur getur þú sest niður og kastað mæðinni. Þú getur kíkt á netið, horft á reiðhjóla- og mótorsport á flatskjá, spjallað um hjól eða hvað sem er við gesti og gangandi, heilsað upp á nágranna þína nú eða kynnst alveg nýju fólki.
Svo ekki sé nú talað um heitan kaffibolla, eitthvað gott að borða eða glundur í glasi.

Nexx hjálmar

Við í Bike Cave höfum flutt inn um 100 stykki af hjálmum frá Nexx sem er fyrirtæki í Portúgal. Þessi hjálmar uppfylla allar ítrustu kröfur um öryggi og gæði og eru einu mótorhjólahjálmarnir sem eru ennþá framleiddir í Evrópu. Nexx er gæðavara sem hentar öllu hjólafólki, bæði opnir og lokaðir hjálmar og allir á frábæru verði sem er sambærilegt við verð í Evrópu ef ekki betra.
Eigum gott úrval af hjálmum sem eru hentugir fyrir skíðafólk af öllu tagi sem og snjósleðafólk. Nexx hjálmur er jóla- eða tækifærigjöf sem slær pottþétt í gegn hjá þeim sem þér þykir vænt um. Kíktu við í Bike Cave og skoðaðu hvað við erum með 🙂

Verð

facebook_logo1-FMS-travel_agency_newNEXXHelmets_Identidade_Principal