Þjónusta

Fundaaðstaða

Ráðstefnusalur verðum við líklega aldrei. En það er tilvalið fyrir smærri hópa að hittast í Bike Cave í öðru vísi andrúmslofti og njóta samverunnar í styttri eða lengri tíma, t.d. vinnufélaga, saumaklúbba, hjólavini og alls konar smærri félagasamtök.

Stingdu upp á Bike Cave næst þegar einhver segir „hvar eigum við að hittast?“

Veitingar

Alls konar fyrir aumingja af matseðli.

sjá hér

Vespuleiga

Við leigjum út vandaðar vespur og með hverri vespu fylgir auðvitað hjálmur til afnota á meðan verið er á hjólinu. Vespurnar eru 50 cc og því þarf einungis almenn ökuréttindi.

Vespur verða sífellt vinsælli hjá öllum aldurshópum og nú er heldur betur komið að þér að prófa. Renndu við hjá okkur, taktu besta vininn með þér og leigðu þér vespu og skoðaðu Reykjavík frá nýju sjónarhorni.
2 klukkutímar kosta 4.900 krónur. 4 klukkutímar kosta 6.900 krónur. Heill dagur – 24 klukkutímar – kostar 9.900 krónur.

Til að geta brunað af stað þarftu að framvísa gildum almennum ökuréttindum og vera orðinn 20 ára. Þá þarftu að eiga þitt eigið kreditkort til að framvísa sem tryggingu.

You only live once.

Verslun

Gleymdir þú brúðkaupsafmælisdeginum? Kannski hefur makinn þinn gaman af því að hjóla og ekki slæm hugmynd að gleðja yndið þitt í næsta hjólatúr.
Komdu við í Bike Cave og bjóddu upp á eitthvað gott og kósí stund í fallegu umhverfi.